Kæri lesandi!
Þetta er fyrsta fréttabréf verkefnisins Life&Health í heilsueflandi samfélögum.
Verkefnið snýst um heilsueflingu og lífsstílsþjálfun fullorðinna. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um langvinna sjúkdóma (NCDs) og lífsstíltengda áhættuþætti þeirra, auka heilsulæsi og hvetja einstaklinga til heilbrigðs lífsstíls. Enn fremur er tilgangur verkefnisins að hvetja samfélög til að skapa umgjörð sem styður við heilbrigðan lífsstíl.
Life&Health er tveggja ára samstarfsverkefni í fullorðinsfræðslu, styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.
Það byggir á forvarnarverkefni gegn sykursýki sem stýrt er af Smitsjúkdóma og forvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) en hefur verið aðlagað að langvinnum sjúkdómum almennt. Í tengslum við verkefnið verða þróaðar aðferðir og útbúið námsefni sem verður opið og aðgengilegt öllum sem vilja nýta sér það.
Ein af afurðum verkefnisins er samstarfsnet lífsstílsþjálfara sem verður vettvangur til að deila reynslu og þekkingu af lífsstílsþjálfun og heilsueflingu í ólíkum samfélögum. Þar verður niðurstöðum verkefnisins miðlað frekar og er markmiðið að hafa jákvæð áhrif á heilsueflingu og lífsstílsþjálfun í Evrópu. ![]() ![]() Að heilsuefling og lífsstílsþjálfun verði hluti af fullorðinsfræðslu ![]() Að auka þekkingu og vitund fólks um lífsstílstengda áhættuþætti langvinnra sjúkdóma ![]() Að þróa hagnýtt og aðgengilegt námsefni Að koma á samstarfsneti lífsstílsþjálfara
![]() 01 Gloppugreining
Gloppugreining: Skilgreina umhverfi heilsueflingar, fyrirmyndarverkefni, fjármögnun og hagsmunaaðila er koma að heilsueflingu og/eða forvörnum og koma auga á gloppur og þarfir sem ekki er mætt nú þegar. 02 Opið menntaefni og þekkingaryfirfærsla Þýðing og aðlögun á HAL-100 lýðheilsukönnun sem gestir á heilsudögum í samstarfslöndum svara samhliða því að taka þátt í ókeypis heilsufarsmælingu. Þýðing og aðlögun á námskrá fyrir lífsstíls- og leiðbeinendaþjálfun 03 Námsvefur
Life and health námsvefur: Hann verður á tungumálum samstarfsaðila, þar sem námsefni og aðrar afurðir verkefnisins verða aðgengilegar. 04 Þjálfun
Tilraunakennsla og þjálfun leiðbeinenda í samstarfslöndunum: 16 vikna kennsla og þjálfun ásamt eftirfylgni. Tveir samstarfsfundir hafa átt sér stað frá upphafi verkefnisins:
Þann 25. september 2019 í Reykjavík. Á fundinum fóru samstarfsaðilar yfir markmið verkefnisins varðandi heilsueflingu, þjálfun og opið námsefni
![]() Dagana 18. og 19. febrúar 2019 í Osló. Á fundinum var m.a. farið yfir niðurstöður gloppugreiningar og leiðbeinendaþjálfun.
Þann 12. mars skipulagði SÍBS, sem er verkefnisstjóri verkefnisins, vinnustofu tengda “Life&Health” verkefninu í samstarfi við hóp meistaranema frá BREDA háskólanum í Hollandi.
Yfir 40 þátttakendur voru í vinnustofunni sem fjallaði um hnattrænar áskoranir tengdar heilsu. Þar kynnti SÍBS Life & Health verkefnið sem fyrirmynd í heilsueflingu og forvörnum auk þess sem Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag. ![]() ![]() Síðustu mánuði hafa samstarfsaðilar unnið að gloppugreiningu sem verður lögð til grundvallar öðrum afurðum verkefnisins. Í henni verður gerð grein fyrir stöðu og umhverfi heilsueflingar, fyrirmyndum og þjónustu er varðar forvarnir og lífsstílsbreytingar.
Greint verður hvað markhópur Life&Health verkefnisins þarf til að nýta til fullnustu stuðning og leiðir til heilsueflingar í sínu nærumhverfi Niðurstöður gloppugreiningar nýtast til að velja þátttakendur í tilraunakennslu á námskrá sem þróuð verður í verkefninu. ![]() ![]() SÍBS
Stefanía G. Kristinsdóttir: stefania@sibs.is
Guðmundur Löve, HAL-100 lýðheilsukönnun.
or in English
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() The European Commission support for the production of this publication does not constitute an endorsement of the contents which reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein. |