Lok verkefnis og lokaráðstefna
Þetta er síðasta fréttabréf verkefnisins Life&Health (Líf og heilsa) sem hófst í september árið 2018. Líf og heilsa er tveggja ára samstarfsverkefni tengt fullorðinsfræðslu í þremur löndum, styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.
Verkefnið snýst í stuttu máli um heilsueflingu og lífsstílsþjálfun fullorðinna. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um langvinna sjúkdóma (NCDs) og lífsstílstengda áhættuþætti þeirra, auka heilsulæsi og hvetja einstaklinga til heilbrigðs lífsstíls.
Til stóð að halda lokaráðstefnu verkefnisins í júní 2020 en af henni varð ekki sökum heimsfaraldurs COVID-19. Þess í stað hafa verið útbúnar stuttar kynningar á helstu afurðum verkefnisins sem verður deilt á rafrænum miðlum. Hér á eftir er að finna stuttar samantektir á innihaldi kynninganna og hlekki á myndbönd af þeim.
Verkefninu hefur hvarvetna verið vel tekið og er það von samstarfsaðila að með tilkomu nýrrar námskrár, opins og aðgengilegs námsefnis og leiðbeinendaþjálfunar skapist ný tækifæri fyrir þau sem vilja bæta heilsu og líðan með breyttum lífsstíl.
Samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi eru SÍBS og Austurbrú, LHL í Noregi og CESIE fá Ítalíu.
Nálgast má nánari upplýsingar um verkefnið og afurðir þess á https://lifeandhealth-project.eu/.
Gloppugreining, samantekt á niðurstöðum
Gloppugreiningin náði yfir níu mánuði. Valdir voru nokkrir hópar til að taka þátt í greiningunni í hverju þátttökulandi. Til að meta líkamlega, andlega og félagslega þætti heilbrigðis og áhrif þeirra á heilsu var sérstakur spurningarlisti, HAL-SI, lagður fyrir þátttakendur. Verkefnahópurinn lagði sjálfstætt mat á það hvaða þekkingu, leikni og hæfni skorti um lýðheilsutengd málefni í viðkomandi samfélögum og hvaða leiðir eru í boði til heilsueflingar.
Í gloppugreiningunni voru eftirfarandi hugtök ítrekað nefnd í sambandi við lífsstílsþjálfun: hvatning, heilsulæsi, þekking á heilsu, lífsstíll, heilsuefling, svefn, virkni og heilbrigðistækni. Hentug aðstaða og áhugasamir og vel þjálfaðir leiðbeinendur voru taldir mikilvægir. Gott aðgengi að gagnreyndri þekkingu á sviði heilbrigðis var einnig talin skipta sköpum. Þátttakendur í gloppugreiningunni komu úr ólíkum áttum meðal annars frá vinnustöðum, hópum innflytjenda og jafningjahópum.
Niðurstöður greiningarinnar höfðu mótandi áhrif á þá lífsstílsþjálfun sem boðið var upp á í verkefninu og þær geta að auki nýst á fjölbreyttan hátt við áframhaldandi þróun verkefnisins eða annarra sambærilegra verkefna.
Tengill á kynningu: https://youtu.be/eMd-yEBf2hw Að meta heildræna heilsu með HAL-SI™ Health and Lifestyle Survey Instrument (HAL-SI) er safn staðlaðra kvarða og algengra spurninga sem notaðar eru til að mæla hinar mörgu víddir heilsu og heilsutengds atferlis. Niðurstöðurnar eru túlkaðar og kynntar á myndrænan og einfaldan hátt. Kynningin lýsir því hvernig nota má HAL-SI til að meta stöðuna fyrir og eftir lífsstílsþjálfun og mæla árangur, ásamt því að virka áhugahvetjandi gagnvart hinum fjölmörgu hliðum heilbrigðis.
Tengill á kynningu: https://youtu.be/FDTdAKOGN-w Námsskrá, námsefni og þjálfun leiðbeinenda Kynningin gefur yfirlit yfir þróun og uppbyggingu námskrárinnar Líf og heilsa. Fjallað er um það opna og aðgengilega námsefni sem fylgir námskránni (OER) og var útbúið í tengslum við Líf og heilsa Erasmus+ verkefnið. Einnig er fjallað um hvernig staðið var að menntun lífsstílsþjálfara og stuðningi við þá meðan á verkefninu stóð og hvernig áframhaldandi stuðningi verður háttað eftir lok verkefnisins í október 2020.
Tengill á kynningu:https://youtu.be/cJniPy4afbU Vefsíða Líf og heilsu og námsvefurinn (Google Classroom) Kynningin sýnir hvernig heimasíða verkefnisins er byggð upp og hversu auðvelt er að nálgast helstu gögn og afurðir verkefnis á henni.
Í raun hafa næstum allar afurðir verkefnisins verið settar inn á heimasíðuna, sem er einföld í uppbyggingu, auðvelt að rata um og einstaklega notendavæn.
Að auki sýnir kynningin hvernig á að komast inn á Google Classroom námsvefinn og hvernig hann er uppbyggður.
Tengill á kynningu: https://youtu.be/vXLHgBZoeV8 Lífsstílsþjálfun á Austurlandi, tilraunakennsla Sagt er frá þeim tveimur hópum sem fóru í gegnum lífsstílsþjálfun á Austurlandi, hvernig skipulaginu var háttað hjá hvorum hópi fyrir sig og hvaða lærdóm má draga af þeirri reynslu.
Stuttlega er fjallað um hvernig Austurbrú sér fyrir sér að best sé að setja upp og skipuleggja námsleiðina. Einnig er fjallað um hvaða atriði voru tekin fyrir á námskeiðunum og hverjar áherslurnar voru. Sérstaklega er komið inn á eftirfylgnina sem reynst hefur mikilvæg en jafnframt mikil áskorun.
Tengill á kynningu:https://youtu.be/YmXnasfVXDg ![]() Lífsstílsþjálfun í Noregi, tilraunakennsla Í myndbandi segir Mona Engell frá reynslu sinni af því að vera lífsstílsþjálfari í verkefninu Líf og heilsa í Gjerdrum í Noregi. Mona hefur lengi verið leiðbeinandi hjá norsku Hjarta- og lungnasamtökunum (LHL). Í dag hafa fimm hópar víðsvegar um Noreg farið í gegnum lífsstílsþjálfunina.
Á tímabili vorið 2020 þurfti að hætta allri þjálfun vegna Covid og næstum öllu var lokað. Vegna aðstæðna fór Mona að bjóða upp á fjölbreyttar útiæfingar. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir og naut vinsælda. Var meðal annars boðið upp á dekkjatog, göngutúra í skóginum, sund og styrktaræfingar. Að loknum æfingum var sest niður með kaffi og spjallað um hreyfingu og lífsstílsbreytingar. Í Noregi sýndu heilsufarsmælingar á þátttakendum miklar framfarir en mælingar voru gerðar við upphaf og lok námskeiðs. Það að bjóða upp á heilsufarsmælingar vakti lukku og virkaði hvetjandi á þátttakendur.
Tengill á kynningu:https://youtu.be/wX3RJm2QGw4 Lífsstílsþjálfun á Ítalíu, tilraunakennsla Í kynningunni er því lýst hvernig tilraunakennslunni var háttað á Ítalíu. Þar var boðið upp á lífsstílsþjálfun á móttökustöð fyrir innflytjendur sem álitnir voru af ýmsum orsökum í sérstökum áhættuhóp sé horft til þátta eins og heilsuþekkingar, læsi og fátæktar.
Þátttakendur nutu á ýmsan hátt góðs af lífsstílsþjálfuninni og mátu þátttökuna mikils. Þekking þeirra á heilsutengdum málefnum einkum hvað varðar langvinna sjúkdóma jókst til muna.
Að vinna verkefnið með svona viðkvæmum hópi á þessum sögulegu tímum, á Ítalíu og í Evrópu, gefur verkefninu verulega aukið gildi og sýnir hvaða áhrif það getur haft undir erfiðum kringumstæðum.
Tengill á kynningu:https://youtu.be/DUudwv3s82I
![]() ![]() SÍBS
Stefanía G. Kristinsdóttir: stefania@sibs.is
Guðmundur is the authority and contact person for matters concerning the HAL-100 survey tool, gudmundur@sibs.is.
or in English
![]() ![]() Austurbrú – The East Iceland Bridge for Development, Tourism, Culture, Knowledge and Innovation
Hrönn Grímsdóttir: hronng@austurbru.is
![]() ![]() ![]() The European Commission support for the production of this publication does not constitute an endorsement of the contents which reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein. |